29.8.2013 | 23:11
Gengur vel
Bara þessa fyrstu viku mína hjá Íslandssögu er ég búinn að vinna 12 yfirvinnutíma og vinnuvikan er ekki einu sinni búin, morgundagurinn er eftir! **Uppfærsla: komnir 18 tímar og 30 mín. betur núna á föstud.** Það má því segja að hvað tekjur varðar var þetta klárlega hárrétt ákvörðun hjá mér að skipta um vinnustað! Fólkið sem hér vinnur er af ýmsum þjóðernum auk Íslands en allt saman gæðafólk að því er mér sýnist og ég er að vinna með fínasta náunga. Vinnan hefur verið passlega erfið bara, ekkert mál, en það sem hefur aðallega vaxið mér í augum er að læra á bókhaldið, en það er í mínum augum, allavega enn sem komið er á meðan ég er að læra, æði flókið. Ég er sem sagt (aðallega) að vinna á endastöðinni þar sem fiskurinn er sendur af stað út í heim eða í verslanir og veitingastaði á Íslandi. En meira um það seinna. Í gær kíkti ég upp á bæjarfjall Suðureyringa, fjallið Spilli (Spillir í nefnifalli). Ég vildi endilega drífa mig upp á topp áður en óveðrið skylli á, en það á að gerast einhvern tíman á morgun, gott ef ekki í nótt, ég man það ekki alveg. Útsýnið af fjallinu var glæsilegt og alltaf gaman að svala forvitninni og sjá hvað er hinum megin við fjöll! Ég setti nokkrar myndir úr göngunni á síðuna mína hjá sports-tracker.com fyrir áhugasama að sjá. Ég hef bara einu sinni kveikt á nýja bílnum mínum síðan ég kom í Súgandafjörðinn en ég er að bíða eftir fyrstu launagreiðslunni sem kemur á fimmtudaginn eftir viku (borgað vikulega) en þangað til verður tankurinn ekki fylltur þó ég hafi raunar alveg fyrir eins og einni og hálfri tankfylli. Ég er samt blússandi ánægður með gripinn og hann verður sko notaður vel í framtíðinni og ég trúi því að hann muni reynast vel, sérstaklega á vondum vegum eða í torfærum og svellum. En ég má ekki vera að þessu hangsi, þarf að fara að sofa, mæting kl. sjö á morgnana. Góða nótt góða fólk
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.