25.8.2013 | 02:26
Orðinn íbúi á Suðureyri við Súgandafjörð
Hér er ég staddur, í herbergi á Suðureyri, og velti því fyrir mér hvort ég gerði rétt, hvort ég er að fara að græða á flutningnum frá Sauðárkróki, eður ei. En ég hef samt sterka tilfinningu fyrir því að svo verði með tímanum. Þetta verður erfitt fyrst um sinn, að þurfa að byrja upp á nýtt að kynnast fólki, eignast nýja vini og venjast nýrri vinnu og umhverfi... en ég er dolfallinn fyrir Vestfjörðum svo að þó ég myndi ekkert græða meira fjárhagslega á flutningnum en það að eiga heima á Vestfjörðum (sem verður samt pottþétt raunin) þá á ég eftir að verða ánægðari hérna og geta sleppt ferðalögum í smá tíma á meðan ég er að safna pínulítið næstu þrjá mánuðina að minnsta kosti.
Ég er nokkuð heppinn með herbergið hérna get ég sagt ykkur. Það er næstum jafn stórt og herbergið á Króknum, en það er á jarðhæð (ég þurfti að ganga upp brattan stiga á Króknum) og bara eins og tíu skref frá sjoppunni og tuttugu skref frá sjónum og í svona 2-3 mínútna göngufjarlægð frá vinnunni. Svo er ég með þvottavél og þurrkara hérna sem ég var ekki með á Króknum (það var hryllilegt að handþvo, ég tek ofan fyrir forfeðrum okkar að hafa staðið í þessu!) og reyndar ekki eigið herbergi með sturtu og klósetti en sturta og klósett þó (að sjálfsögðu). Eldhúsið er svo alveg þokkalegt, með öllu því helsta: rafhellum, örbylgjuofni og grilli en reyndar engum bakaraofni, og svo eru ísskápar en ég sé samt fram á að ég muni vilja kaupa mér eigin lítinn ísskáp með frystihólfi til að setja inn í herbergið mitt.
Í framhaldi af fyrri færslu get ég sagt frá því að ég lét verða af þessu... ég keypti Súbarúinn og dýrka hann í botn! Þvílíkur munur á bílum... að keyra hann, hvað hann er stöðugri á veginum, kröftugur, cruise control, engin rúða biluð eins og á Daihatsúinum, það er miklu meira pláss, fjórhjóladrif!!.. og ýmislegt fleira. Applausinn var ágætur á meðan hann entist, og hann var með sál, en það var löngu kominn tími á skipti.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.