Hausinn á mér fullur af áætlunum

Þá er enn ein helgin hafin og ég bíð og bíð eftir sumrinu, eins og svo margir. En biðin núna hefur verið erfiðari en áður því að það er mikil óvissa framundan hjá mér. Ég er nefninlega kominn með það á heilann að komast til Ísafjarðar eða nágrennis. Vestfirðirnir kalla á mig, eins og þeir hafa reyndar alltaf gert. Þó Sauðárkrókur sé góður staður þá var það aldrei ætlunin að flytja hingað, heldur aðeins að dvelja hér um skamma hríð (af því að hér fékk ég vinnu) á meðan ég losnaði við yfirdráttinn og fyndi mér vinnu þar sem ég vildi búa til frambúðar og kaupa mér íbúð. Vestfirðir og Strandir hafa alltaf verið þeir staðir sem ég hef fyrst og fremst viljað búa á, en ég væri líka hæstánægður með að búa á Austfjörðum eða á Eyjafjarðarsvæðinu. En ég hringla ekki meir með þetta, Ísafjörður eða nágrenni skal það vera. Þaðan er styttra fyrir mig á þá staði sem ég sæki mest í og góðar flugsamgöngur til Reykjavíkur, þar er ódýrt húsnæði og lágvöruverðsverslun, gott aðgengi að námi, frábær menning og svo margt fleira sem heillar, eins og t.d. fjöllin. Ég er byrjaður að sækja um störf og vona það besta og ef heppnin er með, þá kemst ég vestur í sumar eða haust.

Fyrir utan þetta þá er svona helst að frétta að ég er byrjaður að skokka aftur eftir að hafa jafnað mig á öfga skokkinu fyrr í vetur sem fór alveg með mig. Nú verður vegalengdin höfð styttri og hún verður ekki lengd í bráð. Svo stofnaði ég auka sparireikning til að nota sem ferða- og neyðarsjóð (og söfnunarsjóð til að geta skipt um bíl) en ég held að þetta sé bráðsniðug hugmynd hjá mér, og ég vona bara að ég nái fljótlega að gauka nógu í hann til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég held að bílakaup verði það fyrsta sem ég fer í en nú finnst mér loks vera kominn tími til að skipta um bíl eftir að hafa átt Applausinn minn í einhver sjö ár, mér er í fyrsta sinn farið að leiðast bíllinn þó ég beri samt tilfinningar til hans, þetta er klárlega bíll með sál.

Það er líf og fjör í fiskabúrinu mínu en gúbbunum mínum fækkaði fyrst úr sex í fimm að því er virðist (einn karlinn hvarf bara á dularfullan hátt), en fjölgaði á móti um all nokkur seyði og nú hafa fjögur þeirra komist á legg og eitt þeirra er komið með lit í sporðinn. Í vikunni fór ég í göngutúr um bæinn og ákvað að kanna hann betur, og mér til ánægju uppgötvaði ég brattan malarveg sem fer beint upp af húsinu sem ég bý í og alveg upp á hæðina fyrir ofan, og þar er magnað útsýni yfir allan bæinn og hestar á beit sem sýndu mér mikinn áhuga! Alveg ótrúlegt að ég hafi fyrst núna fundið þessa leið, ekki slæmt það þó!

Vonandi fara bræður mínir að geta kíkt í heimsókn til mín, en af þeim þá hafa Bergþór og Sindri haft mestan áhuga og það væri reglulega gaman að fá þá hingað yfir helgi eða lengur. Ég býst þó fastlega við því að þeir komi í sitt hvoru lagi en varðandi Sindra þá verð ég að plana það ferðalag svolítið fyrir hann kallinn. Vonandi verður af þessu í sumar. Jæja, þetta fer að verða heil fréttasíða ef ég hætti ekki núna, hafið það gott og meira seinna. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband