Páskarnir

Jæja, þá er páskafríið á fullu róli og ég er kominn aftur til Reykjavíkur. Ég byrjaði fríið eftir vinnu á því að hitta nokkra vini mína á Króknum (sem ég er að vinna með) og við sötruðum saman öl. Daginn eftir ók ég til Reykjavíkur í blíðskapar veðri og útsýnið á leiðinni var óaðfinnanlegt, sól mest alla leiðina og vegurinn þurr og auður, en fjöllin öll hulin snjó og skyggnið var svo gott að ég sá Strandafjöllin mjög vel í fjarska þegar ég var að keyra í nágrenni Blönduóss og sá meðal annars Kaldbakshornið og Reykjaneshyrnuna afar vel hinum megin við Húnaflóann þó að ég væri í um 65 km fjarlægð í beinni sjónlínu! Nú er planið að dvelja í Reykjavík fram á laugardagskvöld eða sunnudagsmorgun og aka þá til Hólmavíkur og vera þar síðustu tvo frídagana með góðum vini og vonandi að hitta einhverja ættingja ef þeir eru þá ekki sjálfir á flakki eins og ég. En nú er best að halla sér aðeins, enda klukkan núna rúmlega hálf fimm að morgni! Ég segi bara gleðilega páska öll sömul. Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband