11.3.2013 | 21:34
Góan
Lífið er misgott eftir dögum, ekki hægt að segja annað eftir þennan dag. Ég er búinn að næla mér í hörku kvef og bakið er í rúst líka. Þetta byrjaði á föstudaginn strax eftir vinnu, en á leiðinni til Hólmavíkur (á Góufagnaðinn) þá fór ég að finna fyrir kvefinu. Svo í veislunni var mér farið að líða ansi illa þannig að eftir matinn og skemmtiatriðin var lítið kíkt á dansgólfið þegar hljómsveitin Matti og Draugabanarnir (frá Stykkishólmi) byrjuðu að spila. Ég fór svo bara á Stakkanesið þar sem ég fékk gistingu hjá frænda mínum, svona um tólf eða eittleitið þó hljómsveitin hafi eflaust spilað til rúmlega þrjú. Fyrir utan kvefvesenið var þetta þó hin ágætasta ferð. Ég hjálpaði vini mínum með smíðar/endurbætur á herbergi og passaði krakkana hans líka þegar hann varð að skjótast í smá sunnudagsvinnu svo að ég kom að ágætis gagni þarna á Hólmavík sem var bara hið besta mál. Ég varð fyrir ótrúlegri tilviljun tvisvar í þessari helgarferð minni. Á leiðinni til Hólmavíkur kom ég við í Staðarskála og hitti þar frænku mína og fjölskyldu sem var nógu magnað út af fyrir sig... ef ég hefði svo ekki rekist á þau líka í Staðarskála á leiðinni til baka á Krókinn!! Þau voru sjálf að skreppa til Siglufjarðar í skíðaferð. En svo ég vindi mér að deginum í dag svona að lokum að þá vaknaði ég í morgun og leið skítlega af kvefinu og var búinn að ákveða að vera bara heima, en ég hætti við á síðustu stundu og fór í vinnuna því ég nennti ekki að skreppa þetta til læknisins að fá veikindavottorðið, já ég er sérstakur!!! Ég fékk að vera inni og fór að seila og svo að þrífa kör en fór því miður að vesenast með að henda körunum sjálfur upp á hvort annað, eitthvað sem ég hefði bara getað látið lyftaramanninn gera, og já, ég rústaði á mér bakinu og get engum kennt um nema sjálfum mér! Ég er snilli
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.