Borgarleiðangur og fleira

Nú er bíllinn minn loksins í lagi, tja, allavega nógu mikið til að ég komst til Reykjavíkur um helgina. Þetta var skemmtileg ferð og ég heimsótti vini og fjölskyldu og endaði meira að segja á ,,djamminu'' þó það hafi reyndar ekki verið í planinu. Ég fékk líka heldur betur adrenalín spark í ferðinni en ég fór nefninlega í heimsókn til ömmu og afa í móðurætt, sem er venjulega mjög róandi og notalegt... og það var það, þangað til að ég kvaddi þau og tók lyftuna niður af 6. hæð í húsinu þar sem þau búa. Um leið og lyftan fór af stað þá heyrði ég mikla skruðninga og lyftan hristist til og ég fann hvernig hún datt skyndilega niður og ég hugsaði nú bara ,,nú er þetta búið, ég er dauður!'' En hún fór reyndar ekki mjög langt, bara einn og hálfan metra en það vissi ég ekki og var með hjartað í buxunum og beið eftir því sem koma skyldi, hvort lyftan dytti aftur niður eða yrði kyrr þar til mér yrði bjargað. Ég þorði allavega varla að hreyfa mig og hjartað var á fullu, og þó að skynsemin segi manni að lyftur séu með þrefallt öryggiskerfi þá er erfitt að hugsa rökrétt við þessar aðstæður fastur inni í þröngu rými með nokkra tugi metra af frjálsu falli fyrir neðan sig. En það var auðvitað ekkert að óttast og lyftuviðgerðarmaður opnaði hurðina fyrir mig og ég skreið úr lyftunni sem hafði staðnæmst á milli hæða. Ég tók stigann niður, takk fyrir, þó að kallinn hafi verið búinn að laga vandamálið áður en ég fór!! En jú, að sjálfsögðu tekur maður lyftuna í næstu heimsókn, það er eins gott til að þróa ekki einhverja lyftufælni!!!

Góan er hafin og það þýðir bara eitt... að það styttist í góuveisluna á Hólmavík, nánar tiltekið næsta laugardag. Ég verð nú eiginlega að leyfa mér að fara, ég missti jú af þorraveislunni sem ég var búinn að hlakka svo til að mæta í. Svo er maturinn líka miklu betri á góunni, lambakjöt og fleiri tegundir af kjöti, djúpsteiktar rækjur og fleira og skemmtiatriði og ball eftir matinn. Ég vona bara að veðrið leyfi mér að fara, en eins og er þá er alveg brjálað veður hér á Sauðárkróki og þegar ég fór heim eftir vinnu í dag þá var skyggnið á köflum núll metrar svo að ég varð oft að stöðva bílinn og bíða eftir að sjá einn eða tvo metra fyrir framan bílinn. Þetta er með því verra sem ég hef séð innanbæjar hvað skyggni varðar en þannig lagað ekkert svo svakalegur snjór, allavega ekki enn. Ég var satt best að segja steinheppinn að sleppa frá Reykjavík á Krókinn því að bara rétt eftir að ég renndi í bæinn var orðið brjálað veður og allar leiðir ófærar. Meira næst Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband