26.2.2013 | 23:20
Heppinn!
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í kvöld að komast á fyrirlestur hjá Vilborgu Örnu Gissurardóttur suðurpólsfara. Ég fór í sund í dag og frétti þar fyrir hreina tilviljun að hún væri komin á Sauðárkrók til að halda fyrirlestur um ferðina sína klukkan átta í kvöld, og ég var ekki eina sekúndu að ákveða að mæta. Ég fylgdist með henni öðru hvoru á meðan hún var í leiðangrinum og dáðist að ákveðninni og viljastyrknum. Hún var komin á þægilegan stað í lífinu og komin í eigið húsnæði en fórnaði öllu til að láta draum sinn rætast sem hafði kviknað um tíu árum fyrr. Hún eyddi öllum þeim tíma í ýmiss konar undirbúning, líkamlegan, fjárhagslegan og andlegan. Hún gat þó með ferðinni líka látið gott af sér leiða með söfnun sinni fyrir kvennadeild LSH. Meðal annars dvaldi hún ein á Grænlandi í nokkrar vikur án sambands við umheiminn, fór í göngur yfir stóra jökla og fleira. Hún sagðist hafa þurft að yfirstíga endalausar hindranir til að úr ferðinni yrði, þannig að hún hefði getað verið búin að gefast upp mörgum sinnum í ferlinu... en gerði það ekki! En svo ég sé ekki að kjafta of mikið frá, því hún er væntanlega enn að halda fyrirlestra ef einhver hefur áhuga, þá segi ég ekki meira í bili! Í stuttu máli þá er Vilborg mér mikil hvatning til að gera nú eitthvað krefjandi í lífinu og að setja mér markmið og láta þau rætast, hún er manneskja sem ég lít upp til. Þetta hefur verið næstum það eina sem ég hef litið á sem ókost við að búa úti á landi, að missa reglulega af einhverju svona, þannig að ég bjóst síður en svo við að komast á þennan fyrirlestur, verandi í smá mínus, með bilaðan bíl og fastur hér. Ég segi því beint: Takk fyrir að koma! Flott kona og heppinn ég.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.