5.2.2013 | 20:32
Loksins fiskur í matinn hjá mér síðan ég flutti
Ég prófaði í dag að steikja karfa sem ég nældi mér í úr vinnunni. Flökunin hjá mér var skömm og sem betur fer sá enginn, tja, enginn nema einn af leigjendunum hérna mig við þá vinnu. Nýtingin var ekki glæsileg en hvaða hvaða, ég náði allavega að úrbeina karfann nógu vel til að fá máltíð fyrir einn. Ég velti flökunum upp úr eggi og hveiti, stráði ,,dassi" af pipar og aromati yfir þau og hafði ofnhitaðar franskar með, sem reyndar komu kolbrunnar úr ofninum því að ég hélt að það væri nóg að slökkva á honum og opna hann í nokkrar sekúndur og loka aftur, Því ég ætlaði að láta ofninn halda hita á frönskunum rétt á meðan ég var að klára að steikja!! Karfinn smakkaðist bara ágætlega en ég myndi roðfletta hann næst samt, en það var engin leið að gera það í þetta skiptið held ég, með þann hníf sem ég var að nota, nema breyta flakinu í fiskistöppu. Meirihluti franskanna endaði eins og gefur að skilja í ruslinu, en eins og einhver sagði um árið þá er það æfingin sem skapar meistarann!!! Það slæðast öðru hvoru einn eða tveir karfar í vinnsluna með þorskinum eða ufsanum sem eru þær tvær tegundir sem við höfum aðallega verið að vinna með í fiskiðjunni, en hann er semsagt ekki venjulega unninn hér. Það verður áhugavert að sjá hvort við komum til með að vinna með fleiri tegundir þegar nær dregur sumri, kannski einhverjar árstíðarbundnar tegundir eins og makríl eða grásleppu?
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.