Latur!

Já, ég sem er búinn að vera svo duglegur að hreyfa mig undanfarið er núna steinhættur því. Ég verð að viðurkenna að ég fór of geyst í hlutina. Ég skokkaði 7-8 km á dag og ég léttist aðeins, en ég gekk alveg frá liðamótunum og var kominn með hnjá og mjaðmaverki! Þar sem ég vil ekki skemma neitt þrátt fyrir mikinn vilja til að hreyfa mig, þá ákvað ég að hlífa mér í nokkra daga. Það hefur reyndar verið alveg stórfínt. Ég er búinn að liggja í leti og horfa á bíómyndir og þætti, fara í sund og kíkja í vinaheimsókn, fara í bíó og síðast en ekki síst, sofa! Mér er farið að líða betur svo ég held ég fari út að skokka eftir helgi. En ég ætla að byrja á að fara miklu styttri vegalengd í byrjun og smám saman auka hana á nokkurra vikna tímabili uns ég er aftur kominn í 8 kílómetra á dag. Ég held að ég ætti líka að fara í göngugreiningu því mig grunar að ég gæti verið með mislanga fætur og þurfi því innlegg ef ég ætla að þjösna mér svona áfram. Svo eru gönguskórnir mínir líka orðnir slitnir, en eins og svo oft áður aftra fjármálin mér frá því að endurnýja skóbúnaðinn (eða eyða í aðra hluti). En þetta kemur allt saman. Ég er með þessa ágætu vinnu, láglaunastarf reyndar, en ég á auðvelt með að stjórna því hvað ég eyði miklu, svo að um leið og ég er búinn að borga niður uppsafnaðar skuldir, eftir kannski mánuð eða tvo, þá get ég loks farið að safna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband