Slæmar fréttir

Ég fékk hræðilegar fréttir í gær. Það kviknaði í húsi ömmu minnar og afa (í föðurætt) á Hólmavík um hádegisbilið í gær og tjónið varð verulegt áður en náðist að slökkva eldinn. Húsið er líklega ónýtt. Til allrar hamingju sluppu þau heil frá þessu, það er fyrir öllu. En það er hörmulegt og ósanngjarnt að fólk þurfi að lenda í svona hlutum á gamals aldri þegar það á að geta haft það gott það sem eftir er ævinnar, en í staðinn er skyndilega allt í uppnámi. Ég ólst þarna upp að hluta, en þegar ég var smástrákur bjuggu foreldrar mínir þarna um tíma. Ég hef alltaf heimsótt afa og ömmu með reglulegu millibili, hvort sem ég hef búið á Hólmavík eða í Reykjavík þá stundina. Mér finnst þetta svo leiðinlegt og þau áttu þetta svo sannarlega ekki skilið. Ég vona að húsnæðismálin hjá þeim bjargist sem fyrst og að þau fái nú eitthvað út úr tryggingum, en því miður held ég að það sé mikil tilhneiging fyrir því að undirverðmeta alltaf húsnæði úti á landi, alveg sama hvort þar gengur vel eða illa. En ég vil vera bjartsýnn, og ef ég væri nú bara vellauðugur maður myndi ég kaupa handa þeim nýtt hús á morgun! En svo er víst ekki. Ég vona bara það besta fyrir þeirra hönd og vona að fólk taki sig nú saman og veiti þeim þá hjálp sem það getur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband