Þvottur

Ég prófaði að handþvo fötin mín í dag. Ég hef aðgang að þvottavél en hún er því miður ekki í sameiginlega rýminu og vegna þess að mig grunaði að það væri ekki mikið mál að gera þetta bara á gamla mátann í staðinn, þá ákvað ég bara að prófa það. Þetta var ekkert mál, ég skellti fötunum í bala ásamt heitu vatni, stráði yfir þvottaefni og velti fötunum uppúr þessu og hnoðaði vel, skolaði svo með heitu vatni, vatt fötin og hengdi þau upp á þurrkgrind. Ég hefði notað mýkingarefni líka ef ég hefði ekki gleymt að kaupa það. Þetta tók kannski 15-20 mínútur og fötin ilma alveg jafn vel og úr þvottavél svo ég held að ég þvoi bara svona þar til ég flyt í íbúð. Þetta er ekkert mál fyrir einstakling þó að öðru máli gildi auðvitað þegar verið er að þvo af heilli fjölskyldu. Ég gekk sandinn í dag (þessa ~7 kílómetra) en sleppti því í gær því að mér leið mjög illa í fótunum eftir að hafa reynt að skokka þetta í nokkur skipti. Ég átti mjög erfitt með að hemja mig og rjúka ekki út, því mig langar svo að komast í form. Það er greinilega of mikið fyrir mig ennþá að skokka svona langa leið svo ég verð að hlífa liðamótunum og ganga megnið af leiðinni þar til líkaminn þolir meiri þjösnagang.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband