Mmm, jólabjór!

Heilt á litið er ég ekkert fyrir áfengi. Það líða stundum allt að fjórir mánuðir á milli þess að ég drekki. En ég kaupi stundum léttbjóra og fæ mér eins og 2-3 slíka um helgar því að mér finnst bjór einfaldlega svo bragðgóður. Ég er ekkert fyrir alvöru fyllerí en enda þó alltaf á eins og 3-5 slíkum á ári. Maður verður nú að sleppa sér einstaka sinnum í góðra vina hópi, ég kæmist ekki einusinni upp með annað! En eins og ég segi, ég hugsa samt alltaf í upphafi ,,úff, nú byrjar ballið," en síðan skemmti ég mér auðvitað ærlega og allt er svo æðislegt (þið kannist við þetta, er það ekki?!Wink ), svo kemur þessi hörmungar, hryllings morgundagur þar sem maður er ófær um að gera nokkurn hlut og þarf að borða og drekka vökva, en maður hefur enga löngun til þess, og maður hugsar ,,aldrei aftur... aldrei aftur!!!" Já, ég er mjög feginn að vera orðinn áhugalaus að mestu fyrir áfengi, sem er líka eins gott fjárhagslega, því að stjórnvöld hækka alltaf og hækka áfengisgjaldið vegna þess að þau hafa svo gaman af því að fá jafn mikið eða minna fé í kassann vegna minnkandi áfengissölu, en í millitíðinni bruggar landinn landa sem aldrei fyrr! En svo ég kafi nú ekki dýpra í leiðinlega pólitík þá verð ég nú að segja að Vífilfell/Víking er að standa sig alveg ótrúlega vel varðandi árstíðarbundna ölið sitt. Víking jólabjórinn er alveg fáránlega góður með þessa fullkomnu blöndu sem er einhvers staðar mitt á milli venjulega bjórsins og hins dökka. Ég mæli hiklaust með honum um jólin og þetta getur selst upp á hverri stundu svo að fyrir fólk sem á einhverja aura, öfugt við sjálfan mig, þá mæli ég með að það drífi sig strax í ríkið! Neinei, vonandi kaupi ég eina kippu eða svo, ég verð að gera það því að ekki fer ég meira á bar á þessu ári, ég einfaldlega get það ekki. Ég verð að eyða óvissunni um atvinnu strax eftir síðasta prófið mitt þann 13. des. því mér finnst ekkert verra en að vera hugsanlega foreldrum mínum byrði. Sama hvar ég enda þá ætla ég að gera gott úr því, vera sáttur og helst að endurgjalda hjálpina sem ég hef fengið á einn eða annan hátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband