Hvað tekur við?

Þá er ég aðeins kominn á skrið í þessu. Ég er búinn að sækja um störf á Þórshöfn, Vopnafirði, Grundarfirði og á Sauðárkróki. Þetta er bara blábyrjunin, ég á eftir að skoða að sækja um á fjölmörgum öðrum stöðum (auk Reykjavíkur til öryggis), en ég læt þetta líklega duga í bili þar til skólinn er búinn og lokaprófin. Eitt er víst, að hvar sem það verður, þá verð ég að fá vinnu strax eftir jól eða áramót. En ég hef þó litlar áhyggjur af þessu enn sem komið er. Þó ég segi sjálfur frá þá er ég stundvís, duglegur og samviskusamur sem er einmitt það þrennt sem flestum vinnuveitendum finnst skipta mestu máli. Svo bý ég yfir reynslu af fiskvinnslustörfum, auk meiraprófs- og lyftararéttinda, þó að ég ætli sannarlega ekki bara að sækja um störf á þeim vettvangi.

E.S. Ég hef ákveðið að læsa blogginu tímabundið með aðgangsorði, svona á meðan ég er að finna mér vinnu, þar sem ég vil ekki vera gúgglaður upp af vinnuveitendum sem gætu lesið eitthvað hér um mig sem þeim líkar ekki við, þið fattið? FootinMouth En ég vona að sjálfsögðu að vinir og vandamenn haldi áfram að kíkja hingað sem fyrr, enda munu þeir fá aðgangsorðið um hæl. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband