Styttist í annarlok

Nú er bara þessi kennsluvika eftir og tvær að auki. Mér til ánægju hef ég getað vakað á daginn og sofið á nóttunni eins og venjulegt fólk nú í tvo daga! Ég vaknaði til dæmis í gær ferskur við fyrsta vekjara án þess að ýta á blundarann á símanum, og það var sama sagan í morgun (allt í lagi þá, ég blundaði í eitt skipti Whistling).

Ég vil fá snjó hingað til Reykjavíkur, þetta gengur ekki lengur. Það jákvæða er að Esjan er farin að sýna hvítan lit öðru hvoru og alveg niður í miðjar hlíðar, en betur má ef duga skal. Fönnin gerir allt bjartara og skemmtilegra og ég dauðöfunda fólk sem er núna statt fyrir norðan. Er ekki líka snjór á Vestur- og Austurlandi annars? Nú ætla ég að notfæra mér syfjuna sem er komin yfir mig þessa stundina þó það sé enn allt of snemmt að fara að sofa. Ég gæti farið að vakna upp seinna eins og svo oft, svo ég er bara farinn að sofa strax. Þá vakna ég bara sérstaklega snemma, það er allt í lagi, ég á eftir að læra svolítið fyrir sögutíma, gott að geta byrjað morgundaginn þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband