Rafhjól

Nú er ég kominn á rafmagnsreiðhjól, eða rafhjól eins og þjálla er að kalla það (en sumir halda þá að verið sé að tala um rafvespur). Ég fékk mótorinn og fylgihluti föstudaginn 4. maí og pabbi hjálpaði mér að koma þessu á Mongoose Tyax hjólið mitt. Til þess varð reyndar að fækka gírum hjólsins um einn vegna plássleysis, en það kemur ekki að sök enda er mótorinn það góður að varla þarf að snúa pedölunum að neinu marki til að komast áfram. Ég hef líka prófað að hjóla upp brekkur án mótorsins eftir breytinguna og þrátt fyrir færri gíra og aukinn þunga er það vel gerlegt. Ég lenti reyndar fyrst í því að fá rangt hleðslutæki hjá þeim sem var pínu svekkjandi því að auðvitað langaði mann strax til að bruna út um allar stéttar á nýja gripnum, en ég er núna kominn með rétt hleðslutæki svo ég get brosað á ný. Ég er viss um að það verður svo gaman og auðvelt að hjóla að ég á nánast eftir að leggja bílnum nema bara til að komast á milli landshluta, eða ef ég þarf að flytja mikinn farangur eða taka með farþega. Ég hlakka eiginlega mest til þess að sjá hvað bensínsparnaðurinn verður mikill, enda var það megintilgangurinn með kaupunum á rafbúnaðinum. Nú er komið að því að flytja til Stranda fyrir sumarið og hlakka ég mjög til þess, en ég hef þurft að bíða af mér snjóbyli og fresta brottför um einn dag, enda kominn á sumardekkin og maður átti ekki von á svona veðri aftur því það er jú kominn miður maí og það hefur verið bongóblíða þar til nú. En ég ætti að geta komist af stað í kvöld ef ég fer bara varlega. Jæja, það er best að fara að koma öllum farangrinum fyrir, sem er mikill, enda er ég ekki að fara að tjalda til einnar nætur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband