Klapparinn klár

Jæja, þá tel ég mig vera búinn að græja Applausinn fyrir skoðun. Ég hef skipt um báða afturdemparana og í dag var skipt um allt pústkerfið nema aftasta kútinn og rörið þaðan. Heildarkostnaðurinn er kominn í hundrað þúsund kallinn takk. Veskið hefur verið í léttavigt síðan sumarféð kláraðist snemma árs og síðan þá hafa bílaviðgerðirnar gleypt öll blaðberalaun og vel það. „Klapparinn" á að fara í skoðun núna í mars en það verður að bíða fram í apríl. Það er því ekki skrítið að mig sé vel farið að lengja eftir sumarvinnunni. Annars gengur bara ágætlega hjá mér í skólanum þó ég þurfi aðeins að herða róðurinn. Ég sé fram á að geta útskrifast á næstu önn og skólinn virðist vera sammála því ég fékk nýlega rafpóst þar sem ég var spurður hvort ég ætlaði ekki að útskrifast á næstkomandi haustönn, og að ef svo væri (og ekkert væri að klúðrast) þá skyldi ég endilega hafa samband við áfangastjórann og fá hjálp við lokavalið. Æðislegt!! Framtíðin er sumsé klár þótt aurinn sé fár :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband