22.10.2011 | 21:35
Tússtafla
Í dag keypti ég litla tússtöflu. Fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að ég gæti notað hana til að æfa mig í að skrifa látlaust niður beygingar á spænskum sögnum og þurrkað þær jafnóðum út. Sleppa semsagt við allt pappírsflóðið svona þegar hægt er. Svo er ég kominn með nagla uppi á vegg fyrir framan rúmið þannig að ég get látið töfluna hanga þar með nýjum spænskum orðasamböndum og slíku. Tja, eða bara einhverju öðru sem ég þarf bráðnauðsynlega að muna hvað og hvað skiptið. Svo bind ég líka nokkra von við spænska bloggið mitt þar sem ætlunin er að spreyta sig á spænskunni flesta daga. Það á vonandi eftir að halda mér betur við efnið og hraða náminu. Auk þess er það kostur að hafa þetta sér til að drekkja ekki þessu bloggi og svo verður það eins og hálfgerð námsdagbók þar sem ég get alltaf kíkt aftur á gamlar færslur til upprifjunar. En nóg af spænskublaðri í bili! Ég skal ná!!!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.