13.11.2013 | 22:18
Urrandi pirrandi
Vá hvað ég er reiður núna. Ég er eyddi heilum klukkutíma í að skrifa bloggfærslu í kvöld, og ég var á lokametrunum að klára hana og vista. Ég hafði fengið frábæra hugmynd sem ég hlakkaði til að deila með ykkur! En nei, ég rakst í einhvern grábölvaðan takkaskratta einhversstaðar á lyklaborðinu og allt eyddist, öll vinnan fór í súginn bara si svona. Mikið er ég svekktur yfir þessu. Núna hef ég ekki tíma til að byrja upp á nýtt. Klukkan er orðin tíu og ég þarf að vakna hálf sjö á morgnana til að mæta í vinnu. Þannig að því miður, það verður engin bloggfærsla í þetta sinn. Andagiftin kemur hjá mér á nokkurra daga fresti og þá stekk ég í tölvuna og skrifa. Ég ætla upp í rúm núna að lesa svo ég sofni í góðu skapi, eins og ég er nú oftast í vinir mínir! Þessu varð ég samt að deila með ykkur því ég varð svo innilega vonsvikinn! Hafið það sem allra best og sofið rótt, í alla nótt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. nóvember 2013
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar