Urrandi pirrandi

Vá hvað ég er reiður núna. Ég er eyddi heilum klukkutíma í að skrifa bloggfærslu í kvöld, og ég var á lokametrunum að klára hana og vista. Ég hafði fengið frábæra hugmynd sem ég hlakkaði til að deila með ykkur! En nei, ég rakst í einhvern grábölvaðan takkaskratta einhversstaðar á lyklaborðinu og allt eyddist, öll vinnan fór í súginn bara si svona. Mikið er ég svekktur yfir þessu. Núna hef ég ekki tíma til að byrja upp á nýtt. Klukkan er orðin tíu og ég þarf að vakna hálf sjö á morgnana til að mæta í vinnu. Þannig að því miður, það verður engin bloggfærsla í þetta sinn. Andagiftin kemur hjá mér á nokkurra daga fresti og þá stekk ég í tölvuna og skrifa. Ég ætla upp í rúm núna að lesa svo ég sofni í góðu skapi, eins og ég er nú oftast í vinir mínir! Þessu varð ég samt að deila með ykkur því ég varð svo innilega vonsvikinn! Hafið það sem allra best og sofið rótt, í alla nótt!

Bloggfærslur 13. nóvember 2013

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband