Urrandi pirrandi

Vá hvað ég er reiður núna. Ég er eyddi heilum klukkutíma í að skrifa bloggfærslu í kvöld, og ég var á lokametrunum að klára hana og vista. Ég hafði fengið frábæra hugmynd sem ég hlakkaði til að deila með ykkur! En nei, ég rakst í einhvern grábölvaðan takkaskratta einhversstaðar á lyklaborðinu og allt eyddist, öll vinnan fór í súginn bara si svona. Mikið er ég svekktur yfir þessu. Núna hef ég ekki tíma til að byrja upp á nýtt. Klukkan er orðin tíu og ég þarf að vakna hálf sjö á morgnana til að mæta í vinnu. Þannig að því miður, það verður engin bloggfærsla í þetta sinn. Andagiftin kemur hjá mér á nokkurra daga fresti og þá stekk ég í tölvuna og skrifa. Ég ætla upp í rúm núna að lesa svo ég sofni í góðu skapi, eins og ég er nú oftast í vinir mínir! Þessu varð ég samt að deila með ykkur því ég varð svo innilega vonsvikinn! Hafið það sem allra best og sofið rótt, í alla nótt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja......ég held að þú hafir nú bara fengið útrás fyrir reiðina í fyrirsögninni "urrandi pirrandi" er alveg snilld. Heyrirðu ekki reiðina í þessum orðum. Ég fór bara að hlæja þegar ég las fyrirsögnina. En ég skil þig alveg, það er ógeðslega pirrandi, já alveg urrandi pirrandi að gleyma að vista. En þú nærð þér fljótt ef ég þekki þig rétt, þín amsa

amma sín (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 23:42

2 Smámynd: Guðmundur Björn Sigurðsson

Jújú, ég er strax aftur í toppskapi ;)

Já, ég stóðst ekki mátið að gera smá orðaleik úr pirringnum! Hrynjandinn er svo flottur í fyrirsögninni og til að toppa þetta þá ríma orðin líka! Mér finnst líka flott þegar ég er að skrifa að reyna að skjóta inn lítt notuðum orðum í stað algengra, bæði til að forðast að margnota sömu orðin og líka bara til að minna á öll þessi flottu orð í íslenskunni. Þá smitar það vonandi út frá sér til annarra.

Guðmundur Björn Sigurðsson, 16.11.2013 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband