Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020

Þunglyndi

Ég hef ekki verið alveg uppá mitt besta síðan um jólin en ég hef verið að prufa lyf við túrettinu mínu sem heitir Haldol. Lyfið hefur í raun þrælvirkað og kækirnir hafa svo gott sem horfið, en aukaverkanirnar virðast ætla að vera svo slæmar að þær eru verri en það góða sem ég fæ út úr þessum töflum. Ég hef fundið fyrir djúpu og stanslausu þunglyndi og deyfð og hugsa um það eitt að ég vilji bara sofa allan daginn, alveg frá því ég opna augun á morgnana þar til ég leggst í rúmið á kvöldin. Matarlystin hefur líka aukist svo ég er farinn að þyngjast líka sem ég má nú alls ekki við, en líklega leita ég í matinn því mér líður vel rétt á meðan ég borða. Áhugamál eins og spænskunámið hafa líka slokknað og ég er næstum hættur að fara út úr húsi (vetrarstormarnir hafa nú reyndar ekki hjálpað). Ég kvíði hverjum vinnudegi og finnst flest það sem mér fannst létt vera erfitt í dag, öll heimilisstörf og hvað eina. Þetta er alls ekki nógu gott svo ég er á leið til læknis á morgun í von um að hægt sé að stilla lyfið betur, ég fái nýtt lyf eða að ég hætti einfaldlega. Sem betur fer hef ég þrátt fyrir allt þetta náð að halda lágmarkseinbeitingu í tölfræðináminu mínu og ég hef náð að halda í við hina nemendurna í heimanáminu, sem mér finnst nú bara vera kraftaverk! Fyrsta kaflapróf af fjórum er svo núna á miðvikudaginn og ótrúlegt nokk þá er ég bara vongóður með það! Ég hef aðeins verið að fara í sund og reyna að ganga smá til að hressa mig við og það hefur hjálpað mikið. Fjölskyldan er líka auðvitað alltaf mikill gleðigjafi og það gengur bara vel hjá þeim öllum. En þetta er nóg mas í bili, meira síðar og hafið það gott kæra fólk!


Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband