Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Mörg árin liðin.

Jæja, nú hef ég heldur betur verið latur við skrifin, sem var nú ekki ætlunin. En það er kannski að hluta til vegna þess að mig hefur mikið langað til að skipta um bloggsíðu vegna stórs galla við uppsetningu þessa að öðru leyti ágæta bloggvettvangs. Stóri gallinn er hvað það er erfitt að fletta í gegnum færslurnar t.d. í leit að einhverri ákveðinni færslu. Aðeins er hægt að fletta fram og til baka um eina síðu í senn, en ekki er gefinn möguleiki á því að smella á eitthvað ákveðið ár eða mánuð og finna þannig örskjótt það sem mig langar að endurlesa. Aðrar ástæður fyrir bloggleysinu eru tja, leti, framtaksleysi, skipulagsleysi (sem leiðir af sér tímaleysi!!!), tilkoma facebook (tímaþjófur), mikil vinna, bæði á vinnustaðnum sem og í heimilishaldinu og barnauppeldinu o.s.frv., o.s.frv! En vonandi stend ég nú á tímamótum fyrst ég er allt í einu að blaðra hér í fyrsta sinn í nokkur ár, vonandi verð ég duglegri við að lesa, skrifa, aprender mi español, safna peningum, léttast og fleira í þessum dúr á nýja árinu sem er nú handan við hornið. Það er aldrei að vita nema ég hendi hingað inn eftir áramót almenninlegri færslu þar sem ég mun renna yfir það helsta sem ég hef verið að gera þessi blogglausu ár, og hvað hefur drifið á daga mína nýlega. Einnig væri gaman að ræða markmið mín fyrir árið 2019 en það lang stærsta er auðvitað spænska, spænska, spænska!!! Nú skal ég verða talandi í henni, og það áður en ég fer til Kanarí í sumar með fjölskyldunni og tengdó og systkinum og systkinabörnum Sunnu. En meira um síðir! E.s. ég skrifaði hér með vélritun, ekki með tvem fingrum, framfarir, framfarir ;)


Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband