Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
9.12.2011 | 17:02
Tunglmyrkvi laugardaginn 10. desember
Endilega skoðið tunglmyrkvann sem verður á laugardaginn ef þið getið. Appelsínuguli liturinn sem tunglið mun fá á sig þegar það verður komið inn í skugga jarðar mun eiga sér magnaðan uppruna. Þarna verður nefninlega um að ræða endurkast rauðs ljóss frá öllum sólarupprásum og sólsetrum sem eiga sér stað á jörðinni á sama tíma! Í tunglmyrkva fær máninn hvorki til sín ljós frá sólu né endurkast þess frá jörðu; að undanskildu ljósinu sem smýgur í gegnum lofthjúpinn í kringum skífu jarðar á morgun- og kvöldsvæðum hennar. Ef einhver stæði á tunglinu á sama tíma og horfði í átt til jarðar væri það ekki síður mögnuð sjón því hann/hún myndi sjá rauðglóandi hring umkringja biksvarta næturhlið hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 17:02
Nát.123
Jæja, ég kláraði giftusamlega söguritgerðina mína, reynar ekki í tíma en hún varð þeim mun vandaðri í staðinn. Ég sparaði ekkert við frágang og öflun heimilda og uppsetningu heimildaskrár sem fyllir heila blaðsíðu. Nú er ég útskrifaður í ensku fyrir stúdentinn (og útskrifaðist úr dönskunni í fyrra) og ég er búinn að taka spænskuprófið og nát.103 og á því bara eftir að fara í nát.123 sem er á morgun. Ég kvíði prófinu mjög, enda langar mig alls ekki til að klúðra því og ég hef núna bara kvöldið og nóttina í viðbót til að undirbúa mig. Ég er staðráðinn í að vaka alla nóttina og láta allt internet og aðrar truflanir 99% í friði (svona nema í stuttum hvíldarhléum). Það verður gríðarlegt spennufall að klára þetta blessaða próf, það er næstun að ég vilji sofa í viku eftir prófið, ég er alveg búinn á því. Kemur í ljós!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 00:19
Af hverju byrja ég ekki?!
Hér sit ég við tölvuna og hangi í henni í stað þess að byrja á söguritgerðinni minni sem liggur svo mikið á að klára. Þetta gengur ekki, ég verð að BYRJA! Allt í lagi, er byrjaður núna...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar