2.1.2010 | 09:11
Nýtt ár!
Jæja, á maður ekki að reyna að halda þessu bloggi eitthvað lifandi. Það er meira búið að gerast undanfarna mánuði en ég nenni að telja upp núna í einni færslu svo ég læt það bara bíða. Ætli ég mjatli því ekki frekar hingað bara smám saman. Það merkilegasta sem er búið að gerast hjá mér síðan ég bloggaði síðast er auðvitað það að ég náði öllum prófunum í þessu námi mínu. Ég fékk semsagt 5 í stærðfræði, 6 í íslensku, 7 í upplýsingatækni, 8 í félagsfræði, íþróttum og fjölmiðlafræði og svo fékk ég heila 9 í dönsku sem er náttúrulega bara magnað miðað við hversu illa mér gekk í henni í Iðnskólanum á sínum tíma! En sú einkunn sem ég grét samt af gleði yfir að fá, jafnvel þótt það hafi verið sú lægsta, var fimman í stærðfræðinni, enda hef ég áður fallið tvisvar í áfanganum en hef nú loksins komist yfir þann erfiða þröskuld. Ég get ekki hugsað til þess ef ég hefði orðið að taka stærðfræði 102 í fjórða skiptið, það hefði verið svo ömurlegt. En semsagt, ég er bara hress og kátur á nýja árinu og óska öllum sem ég þekki gleðilegs nýs árs og takk fyrir það gamla :)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.