Smölun :)

Jæja, þá er loksins komið að því, ég er að fara norður á Hólmavík, í fyrsta sinn síðan 7. ágúst (átti leið þar um þegar ég var að keyra frá Flókalundi til Dalvíkur, löng saga!). Þetta er hræðilegt, enda er ég kominn með „heimþrá“ á háu stigi. Mér mun alltaf finnast að ég eigi líka heima á Hólmavík eftir þessi tvö ár sem ég bjó þar. Reyndar hef ég búið mun lengur þar, því ef allt er tekið saman hef ég átt heima þarna í u.þ.b. 5 ár eða 1/5 æfinnar, því ég bjó þarna sem smápolli líka, hér og þar um bæinn (í Höfðagötunni, Lækjartúninu og Brunnagötunni). Allavega, ég er að fara í smölun og réttir um helgina og þá get ég líka notað tækifærið og sótt vonandi restina af dótinu mínu sem er ennþá í gamla herberginu mínu í Brunnagötunni, svo ekki sé talað um nagladekkin, má ekki gleyma þeim! Mér gengur ágætlega í skólanum og mér líður vel í honum, en það verður gott fyrir mig að komast núna í annað umhverfi um helgina því að síðan skólinn byrjaði hefur eiginlega allur minn vökutími snúist um hann, líka um helgar því maður er alltaf eitthvað að stússast í blessuðu heimanáminu. En meira seinna, skrifa örugglega góða færslu hingað fljótlega, um sumarið og öll ferðalögin, næst þegar ég er í stuði :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband