7.12.2008 | 02:04
Get ekki hreyft mig
Vá, svakalega át ég yfir mig á þessu blessaða jólahlaðborði í kvöld. Ég er þokkalega búinn að njóta þessa fyrsta frídags sem ég hef haft hér á Hólmavík síðan 18. eða 19. október. Ég sleppti því að stilla vekjaraklukkuna á föstudagskvöldinu og gat því sofið í friði þar til ég vaknaði um tvöleitið í dag. Skrapp þá í stutta heimsókn til ömmu og afa, svo til bróður míns, fór síðan á Stakkanesið og hékk þar í einhvern tíma þar til jólahlaðborðið með vinnufélögum mínum hófst á Café Riis. Ég er svo að vinna núna á sunnudaginn en það veitir svosem ekki af, þetta meirapróf er búið að vera djöfull dýrt. Ég á reyndar eftir að fá einhvern hundrað þúsund kall eða svo endurgreiddan frá Verk Vest sem er reyndar bara brot af kostnaðinum en það á eftir að koma sér vel þar sem ég þarf að lappa lítils háttar upp á bílinn minn, skipta um framdemparana og eitthvað en ég er samt byrjaður að safna aftur, búinn að semja einhverja voða flotta sparnaðaráætlun sem gildir fram á sumar. Sjáum til hvernig það fer hehe, er samt þokkalega bjartsýnn þar sem mér gekk mjög vel í þessu síðast. Lítur út fyrir að ég sé kominn í eitthvað óformlegt gos og áfengis straff en ég hef hvorugt smakkað síðan í október og fyrst ég er enn ekki farinn að sakna þess neitt voðalega mikið er ég ekkert að flýta mér að byrja aftur. Vatnið er bara svo hrikalega gott, og ókeypis líka, það bara verður ekki betra! Dagskráin hjá mér heldur áfram að vera ansi þétt, næstu helgi er ég nefninlega að fara í skemmtiferð með Hólmadrangi til Akureyrar og verður skrallað eitthvað þar og kíkt í heimsókn til frænku líka. Helgina þar á eftir verð ég kominn í jólafrí en þá verður ekki slakað á frekar en fyrri daginn því þá fer ég að hamast við að klára trailer og rútutímana auk leigubílatímanna og prófanna auðvitað!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.