8.6.2008 | 02:30
Allt á fullu
Nýjustu fréttir! Roskilde bandið mitt er dottið af hendinni á mér. Það tolldi næstum því í þrjú ár en ég ætlaði ekki að klippa það af hendinni fyrr en ég færi aftur á Hróa. Þetta þýðir auðvitað bara að ég verð að fara að drífa mig aftur á Hróann! Samt ekki fyrr en 2009 því að í ár er það víst Spánn.
Aðrar nýjustu fréttir og eiginlega stórmerkilegar! Ég er loksins búinn að kaupa mér nýja tölvu, nánar tiltekið fartölvu. Ég gerði það samt í neyð því að það er farið að heyrast óhljóð úr harða diskinum á gömlu borðtölvunni minni sem er orðin ef ég man rétt, fjagra eða fimm ára, hreinlega frá steinöld. Ég vona bara að ég nái að bjarga gögnunum mínum yfir í fartölvuna áður en diskurinn hrynur, en það væri hræðilegt því að ég er með stafrænar myndir og fleira á honum sem eru hvergi annars staðar til og gætu því glatast. Nýskupúkinn ég er búinn að vera að spara svo mikið að ég keypti aldrei auka harðan disk til að nota fyrir varaafrit af öllu. En aftur að nýja gripnum. Þar sem ég geri þetta svo sjaldan ákvað ég að kaupa bara almenninlega græju og hugsa ekki um kostnaðinn. Þetta er Dell tölva (það hafa svo margir sem ég þekki mælt með Dell svo það varð fyrir valinu) með Intel Core Duo 2,5 gígariða örgjörfa, 2046 MB innra minni, 136 GB hörðum diski, 15 tommu skjá, innbyggðri netmyndavél og ýmsu öðru sem ég nenni ekki að telja upp núna (vonandi er ég með það rétt sem ég þó skrifaði). Bara fín græja fyrir mig allavega og hún kostaði sko alveg nóg, heilan 180.000 kall, glomm! Keypti að sjálfsögðu líka góða tösku og mús.
Þó ég sé núna búinn að dvelja hér á Vestfjörðum ansi lengi þá hef ég eiginlega ekki haft nein tækifæri til að ferðast um þá. Hólmavík er eins einangruð frá annarri byggð á Vestfjörðum og hægt er að vera, að Drangsnesi einu undanskildu. Að komast í nokkra aðra byggð tekur að minnsta kosti 2-3 tíma akandi, og þá er ég að tala um á sumrin. En tækifærið gafst loksins núna þegar Þorskafjarðarheiðin (leiðarstytting) sem er einungis sumarvegur opnaði rétt fyrir seinustu helgi. Ég var ákveðinn í að skella mér á einn alvöru rúnt, sama þó ég væri að fara að vinna daginn eftir og þó að enginn nennti með mér. Ég náði í myndavélina, sólgleraugun, fyllti flösku af vatni, fyllti tankinn, skoðaði dekkin og lagði svo í hann. Ég varð að gera ráð fyrir tíma til að komast til baka samdægurs, semsagt að margfalda tímann með tveimur sem olli því að ég komst aldrei í næstu byggð. En ég náði að keyra rúmlega 125 kílómetra frá Hólmavík og náði að gamla vinnustaðnum mínum, Klettshálsinum en þar vann ég ýmis vegavinnustörf þegar verið var að byggja hálsinn upp á nýtt og breyta í slitlagsveg. Sá vegur byrjar í Kollafirðinum, liggur yfir heiðina (Klettshálsinn) og endar í Vattarfirði. Sýni ykkur kannski myndir seinna en þetta svæði er afar fallegt.
En meira um vegi. Strandavegirnir eru búnir að leika mig grátt. Ég lenti í því þegar ég fór einhvern tíman suður í maí að á bakaleiðinni ók ég óvart yfir einhverja steinahrúgu á einum malarkaflanum sem skrapaði botninn á Applausinum mínum all hressilega, nógu hressilega til að einn steinninn náði að skjótast upp í alternators og vökvastýrisreimina og gerði sig heimakominn þar í nokkra daga án þess að ég hefði hugmynd um hvað ylli þessari vondu lygt sem gaus alltaf upp úr miðstöðinni ef ég kveikti á bílnum. Ég reyndi að sjálfsögðu eins og ég gat að finna orsökina og var ekkert að nota bílinn að óþörfu en það var ekki fyrr en reimin stoppaði að ég og frændi minn fundum loks út hvað hafði gerst, en þá var reimin næstum því farin í sundur.
Haldið þið ekki að hjólinu mínu hafi verið stolið fyrir nokkrum vikum, og það hér á þessum litla stað. Ég hefði aldrei búist við þessu fyrr en það gerðist. Ég fann það reyndar sem betur fer aftur eftir dauðaleit, liggjandi á öðrum stað í bænum og búið að skekkjast, en var heppinn að því leiti að ég gat lagað það svo það er í góðu lagi núna. Ég þurfti endilega að lenda í því nýlega að brjóta lykilinn að lásnum en hélt að það yrði nú í góðu lagi fyrst ég bý ekki lengur í Reykjavíkinni, en nei, aldeilis ekki. Það leið varla hálfur mánuður frá því að lykillinn brotnaði þar til hjólið hvarf. Munið að læsa öllu alls staðar og alltaf, enginn staður er öruggur.
Ég biðst velvirðingar á því hvað það hefur lítið sést af mér undanfarið, hvort sem er í persónu eða á netinu. En það á eftir að breytast í sumar. Það var nefninlega mjög ánægjulegur fundur í vinnunni á föstudaginn þar sem tókst að smala saman nægum mannskap til að mynda þrjú sunnudagslið sem þýðir að ég þarf ekki lengur að vinna annan hvorn sunnudag í sumar, heldur einungis þriðja hvern sunnudag, alger draumur! Samkvæmt þessu plani þarf ég ekki að vinna neinn sunnudag það sem eftir er af júní og get því rólegur elt alla hólmvíkingana til Akureyrar á bíladagana.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Gúndi
Þú ert ekki nógu duglegur að skrifa, haltu áfram að segja mér fréttir
Gaman að lesa þetta.
Kveðja Mússa
Kristín G. (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 17:41
Já ég þarf kannski að auka færslurnar eitthvað svo fólk nenni að koma. En ég skrifa nú samt alltaf að minnsta kosti 1-2 í mánuði.
Guðmundur Björn Sigurðsson, 22.6.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.