21.5.2008 | 15:48
Læt mér leiðast
Þá er seinni hálsbólga vetrarins komin, hún kom alveg á síðustu stundu. Henni tókst að halda aftur af sér rétt nógu lengi til að sannfæra mig með hundrað prósent vissu um að ég væri sloppinn. Þetta hálsbólguvesen hefur ekki smitað mig svona seint áður, ekki svo ég muni allvega, núna eru þær báðar á ferðinni eftir áramót. Það hefur alltaf verið fastur tími á þessu, alltaf í kringum nóvember fyrir áramót og svo í kringum febrúar eftir áramót, alveg óbrigðult. En allavega, ég er búinn að liggja mest megnis í rúminu frá því á sunnudaginn, átti reyndar að vinna þá og var meira að segja mættur í vinnuna en var svo heppinn að fyrir einhvern misskilning var einum manni ofaukið og um leið og ég vissi það var ég ekki lengi að bjóða mig fram til að fara heim! Síðan fór mér versnandi þannig að ég hef bara verið heima. Ætla samt að prufa að mæta á morgun, enda leið mér vel í morgun þegar ég vaknaði þó hóstinn sé ennþá. Ég keypti þá frábæru náttúrumyndaseríu „Planet Earth,“ þegar ég var síðast fyrir sunnan svo ég hef haft eitthvað að gera. Það tók mig ekki nema um það bil þrjá daga að klára alla ellefu þættina, enda eru þeir algert meistaraverk og með góðum íslenskum þuli og alles.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.