Er að sligast

Það er ekki gott hljóðið í mér núna því miður. Skrokkurinn á mér er að gefast upp á álaginu. Ég er að drepast í höndunum og það brakar í liðamótunum og bakið gæti verið betra. Það er ekki að ástæðulausu sem ég hef ekki einusinni gefið mér smá tíma til að skrifa þennan mánuðinn. Ég hef einfaldlega verið of þreyttur til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég er undanfarið búinn að vinna 12-13 tíma á dag alla virka daga vikunnar og er þar að auki að fara að vinna næstu tvo sunnudaga líka. Ég þarf að vera mættur í seinasta lagi hálf sex á morgnana og ég er að vinna erfiða líkamlega vinnu allan daginn. Þar sem þetta er færibandavinna er auðvitað haldið áfram stanslaust á milli kaffitíma og hver einasta sekúnda nýtt.

Auðvitað gæti ég beðið um að einhver annar tæki morgnana og helgarnar fyrir mig. En þá væri ekki lengur neitt vit í því fyrir mig að vinna hérna því að án yfirvinnunnar væri ég kominn á þvílík lúsarlaun að þá hefði ég alveg eins getað unnið bara áfram hjá borginni. En ef hendurnar fara ekki að lagast á næstu vikum þá held ég að ég muni hreinlega neyðast til að hætta því að ekki ætla ég að verða örkumla bara fyrir eitthvað starf. Ég er að reyna að finna út hvernig ég get skilað vinnunni með sem minnstu álagi fyrir hendurnar, bara vonandi að það gangi upp. Ég nefninlega vil í raun alls ekki hætta strax, þrátt fyrir allt. Og ástæðan? Jú, ég hef aldrei áður þénað eins mikið á ævinni, en hef heldur aldrei svitnað eins mikið fyrir hverja krónu. Ef mér tekst að halda áætlun alveg fram á haust er ég í mjög góðum málum og þá get ég loksins gert næstum hvað sem ég vil án peningavandræða næsta árið eða svo. Skóli, frí, meirapróf eða bara gott ferðalag verður allt opinn möguleiki. Í sannleika sagt veit ég samt ekki í dag hvort skrokkurinn á mér muni hafa þetta af fram á haust.

En nú er ég búinn að fylla vælukvótann svo það er eins gott að fara að tala um eitthvað annað! Ég innleiddi tvo afskaplega sæta naggrísaunga á heimilið fyrir tæplega hálfum mánuði! Frétti af þeim í auglýsingadálki á síðunni www.strandir.is og þetta var einfaldlega tækifæri sem ég gat ekki sleppt því að það er ekki á hverjum degi sem manni bjóðast naggrísir á Hólmavík, hvað þá ungar. Ákvað að taka þá stóru áhættu að ég myndi kannski ekki þola þá því ég var með mjög slæmt dýraofnæmi sem barn. En til allrar lukku hef ég ekki orðið var við neitt ofnæmi (en reyndar tek ég eina ofnæmistöflu á dag en það hef ég gert í mörg ár). Gamall æskudraumur hefur semsagt ræst, ég er kominn með gæludýr sem ég get ekki bara horft á eins og fiskana mína, heldur klappað og tekið upp úr búrinu og jafnvel talað við! Kem með myndir fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gúndi minn

Vonandi fara hlutirnir að batna hjá þér, þú þarft að drífa þig í heitapottin ég held að það hljóti að vera frískandi. 

Ég bið að heilsa Snar og Snöggi

kveðja

Mútta

mútta (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 978

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband