Bílar eru samir við sig

Það er lítið að frétta af mér þessa dagana. Ég vinn bara og reyni að gera eitthvað af viti eins og t.d. að safna peningum, sem hefur reyndar reynst mér mun auðveldara hér en fyrir sunnan. Ég ætlaði samt að skreppa til Reykjavíkur um helgina til að heimsækja fólk, sóa peningum og sækja drasl, en þegar ég var rúmlega hálfnaður yfir Tröllatunguheiðina þá skemmdist eitthvað hægra megin að framan í hjólabúnaðinum á elskulega Applausinum mínum fallega, svo ég má eiginlega teljast heppinn að hafa náð að skrölta sömu leið til baka, ellegar hefði ég jafnvel þurft að dvelja nóttina í Króksfjarðarnesi, nema einhver hefði verið svo góður að sækja mig yfir þennan slóða sem eitthvað var búið að fenna í. Ég hef ekkert nennt að æsa mig yfir þessu, bíllinn yrði alveg jafn mikið bilaður fyrir því. Ég er orðinn ónæmur eftir allt það sem ég hef lent í á hinum ýmsu druslum síðan ég fékk bílprófið fyrir 6 árum. Ég er líka umkringdur fólki hérna sem hefur bæði áhuga og vit á bílum (ég hef hvorugt) og getur því hjálpað mér, og ég hef efni á varahlutunum svo „þetta reddast“ eins og alltaf á endanum. Ég ætla samt suður næstu helgi, hvernig sem ég kem mér þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja gummi minn leiðinlegt með bílinn enn endilega vertu í bandi efa þú kemur suður um helgina :)

Anna Hendrix (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband