15.8.2025 | 11:41
Sumarfríið búið
Nú er sumarfríið búið og ég er farinn að mæta aftur til vinnu með Róbert í för. Það er svosem bara ágætt að vera kominn í gömlu rútínuna. Engu að síður er þetta oft sá tími ársins þar sem ég velti því fyrir mér hvort ég vilji halda áfram á sömu braut eða hvort tímabært sé að skipta um starfsvettvang. Eitt er víst að þó ég njóti oft vinnunnar, hún er mjög gefandi þó hún sé líka mjög oft virkilega krefjandi, þá er ekki annað hægt að segja en að launin hjálpa mér svo sannarlega ekki til að langa til að halda áfram. Ég gæti farið að vinna við nánast hvað sem er og fengið í það minnsta sömu laun eða, sem líklegt er, mun hærri laun annars staðar.
Sameinumst á Ströndum hátíðin fór fram hér á Hólmavík síðustu helgi og var mjög gaman að henni. Við kíktum á kjötsúpuröltið á föstudagskvöldið og svo á brekkusönginn í Kirkjuhvamminum kvöldið eftir og allir nutu sín vel og veðrið var stillt og milt. Núna um helgina eru svo Reykhóladagar og það væri líka gaman að skreppa á þá, en því miður er veðrið ekki eins gott núna því það á að vera hvasst og rigningar. Svo eru pælingar að skreppa bara suður í Skorradalinn, borgina og í Melahverfið í staðinn, spurning hvað maður gerir. Mér er reyndar líka boðið í afmæli á Drangsnesi svo valkostirnir eru margir. Jæja, nú er ég farinn að blaðra bara út í loftið svo það er best að hætta í bili!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning