26.7.2025 | 00:43
Akureyrarskrepp
Dagana 12.-14. júlí fórum við Benjamín til Akureyrar í heimsókn til Gógó frænku og fjölskyldu. Veðrið var virkilega gott hluta tímans og nutum við okkar mjög á svæðinu. Við fórum tvisvar í sund, í Akureyrarlaug og í laugina í Hrafnagili, við fórum á tvö söfn, í Leikfangahúsið og í Nonnahús og kíktum einnig í Jólahúsið þar sem jólin ríkja allt árið um kring! Það var þó síður en svo jólalegt fyrir utan húsið enda sýndi hitamælir bílsins mest 27 gráðu hita í Öxnadalnum á leiðinni heim. Við enduðum skemmtilega feðgaferðina okkar á að fara í göngutúr um Hrútey í ánni Blöndu við Blönduós og komum heim með bros á vör! Ég hugsa að ég taki fyrir ættarmótið sem við skreppum á og bílabilun / bölvun næst þegar ég drep niður penna, haha!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning