Sáttari við blog.is, Sindri mættur, og snjalli Benjamín!

Jæja, nú er ég búinn að læra hvernig á að setja gott færsluyfirlit á bloggið mitt, og eins og þið sjáið hér vinstra megin á síðunni þá er nú hægt að velja og lesa öll blogg sem ég hef skrifað frá upphafi, með því einfaldlega að velja þann mánuð og ár sem sem mér eða þér hugnast. Ég hef því ákveðið að halda áfram blogginu mínu hér. Samt ætla ég að hafa opin augun ef ég skyldi finna eitthvað flottara á netinu, en þá myndi ég helst vilja afrita allar gömlu færslurnar mínar héðan, yfir á hið hugsanlega nýja blogg.

Nú er yngsti bróðir minn, Sindri Snær, fluttur til Hólmavíkur og hefur hafið störf hjá Hólmadrangi. Hans fyrsti vinnudagur var föstudaginn 15. febrúar síðastliðinn og er hann hæstánægður með að vera mættur á svæðið! Við erum því orðnir þrír bræður af fjórum sem erum fluttir hingað til Hólmavíkur, og er það þá ekki bara málið að reyna að plata þann fjórða, Elvar Árna, til að koma líka? Haha!

Hann sonur minn, Benjamín Máni er klárari en sýnist! Um daginn (þegar ég var reyndar ekki heima) kom hann víst til móður sinnar og vildi fá að sjá Letibjörn (Grizzy and the Lemmings), en fékk neitun. Hvað gerði hann? Jú, hann vildi þá allt í einu setjast á koppinn til að pissa, sem hann hefur ekki verið of duglegur við að gera. Svo sagði hann „sjá Letibjörn,“ því við höfum gjarnan leyft honum að horfa þegar hann hefur verið dulegur á koppnum, haha! Þetta var svo heiðarleg tilraun til að snúa á reglurnar að Sunna varð bara að leyfa honum að horfa :)

Meira síðar (óreglulega samt)!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband