Barn á leiðinni :)

Draumurinn heldur áfram. Ég og Sunna erum að fara að eignast barn saman! Barnið er sett 26. september svo þetta er bara að fara að gerast. Við erum á fullu í undirbúningi og erum að verða búin að kaupa eða útvega okkur flest það sem ungabarn þarf á að halda. Meðgangan hefur gengið vel og barnið að öllum líkindum alheilbrigt, það vantar allavega ekki kraftinn í það miðað við spörkin sem ég hef fundið og séð þegar ég hef sett lófann á magann á Sunnu.

Þegar við fórum í sónarmyndatöku til að sjá hvort allt væri í lagi og til að vita kynið þá vildi barnið bara ekki sýna okkur neitt og passaði sig að snúa þannig alla skoðunina að ekkert sæist! Það er í góðu lagi mín vegna því ég vildi hvort eð er að kynið kæmi bara í ljós eftir fæðingu. Það sem sást og skiptir öllu máli er að það virðist ekkert ama að.

Við hlökkum ekki lítið til að barnið komi í heiminn og ég get sannarlega ímyndað mér að Sunna verði fegin þegar meðgangan er búin. Fyrst ég er búinn að eignast þessa yndislegu stjúpdóttur, hana Guðnýju Lilju, þá er mér alveg sama hvort barnið sé strákur eða stelpa, mig langar alveg jafnt í bæði, en áður en ég eignaðist hana vildi ég frekar eignast stelpu, enda á ég bara bræður. Meira seinna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband