14.10.2013 | 23:08
Hafnarlífið
Nú eru strembnir dagar framundan hjá mér í vinnunni og eins gott að standa sig. Stór hluti af vinnufélögunum er að fara í starfsmannaferð (skemmtiferð) til Berlínar í Þýskalandi þann 17. - 20. október og ég þarf því að passa nánast einsamall upp á bókhaldið og fleira í vinnunni, reyndar strax frá og með miðvikudegi. Ég fæ reyndar mann í staðinn fyrir þann sem hefur verið með mér en hann kann, eins og ég, ekki hundrað prósent á allt. En allt verður engu að síður að vera hundrað prósent rétt nú sem fyrr svo það verður ekkert gert án góðrar ígrundunar.
Ég slóst í för með tvem félögum á Ísafjörð um helgina og þar rúntuðum við um og kíktum líka til Bolungarvíkur, en lengst af vorum við í Ísafjarðarhöfn því að þar var mikið um að vera. Verið var að draga skipið Ísbjörninn í höfnina af stórum línubát sem ég man nú ekki lengur nafnið á, en skipið hafði fengið nótina í skrúfuna í fyrsta kasti. Þarna var líka mættur lóðs til að ýta til skipinu til innan hafnarinnar, auk kafaragengis og fleira fólks svo það var hamagangur í öskjunni sem gaman var að fylgjast með frá hliðarlínunni.
Mér var hugsað til þess þarna hvað ég yrði nú í góðum málum ef ég bara kæmist á gott skip og næði tökum á sjómannslífinu. Það væri heldur betur búbót fyrir mig og ég myndi ráða auðveldlega við langa túra, enda vanur því að vera í einangrun eins og t.d. þegar ég var í vinnubúðum á Klettshálsi árið 2003. Þá var ég fastur á mínu vinnusvæði fjarri mannabyggð, í hálfan mánuð í einu, án sambands við nokkra aðra en vinnufélagana og þarna var ekkert gemsasamband, engar sjoppur og eingöngu um að ræða matinn í mötuneytinu á staðnum - sem smakkaðist reyndar lang oftast mjög vel. Annað gott sem myndi fylgja því að vera á sjó væri fríið a milli túra sem væri stundum á virkum dögum líka svo það væri auðveldara að sinna erindum. En jæja, ég læt þetta duga í bili, ég þarf víst að ná smá kríu. Lifið heil gott fólk!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.