1.10.2013 | 22:59
Október
Það er margt sem heillar mig við þennan árstíma. Á haustin og veturna er engin pressa að gera hluti. Til dæmis að fara í ferðalög næstum því um hverja helgi, grilla, mæta á útihátíðir eða að vera stanslaust úti! Svo er líka myrkur á nóttunni sem bætir nætursvefninn minn um allan helming. Og ó já, ó já, allar þessar pirrandi pöddur drepast!! Ég er ekki einusinni byrjaður að tala um snjóinn, norðurljósin og stjörnurnar. En engar áhyggjur, ég hef ekki tíma til að tala um það núna. Ég á líka alltaf mun auðveldara með að spara á veturna og að skipuleggja mig. Svo er bara svo fallegt á haustin! Nú skartar landslagið hér í kring sínu fegursta. Það er snjór efst í fjöllunum og kjarrið í miðjum hlíðunum er komið í rauðan haustbúning. Enn er þó grasið grænt á láglendinu og svo tekur við blátt og slétt hafið, eða þannig var þetta altént í dag. Algjört listaverk. Þetta minnir mig á það að ég ætti að taka nokkrar myndir af þessari dýrð um helgina til að sýna fólki.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.