Namm!

Ég steikti mér loksins ýsu í raspi í kvöld, með nýjum soðnum kartöflum og smá kokteilsósu og hafði vatnsglas með og vá hvað þetta var mikið lostæti! Ég passaði mig að steikja nóg fyrir morgundaginn líka svo föstudagurinn verður þægilegur. Þar sem ég náði að redda mér frystiplássi fyrir ýsuna mína sem ég keypti fyrir slikk á meðan ég bjó á Króknum, þá mun ég líklega ekki lenda í fiskiskorti fyrr en einhvern tíman á næsta ári. Þetta eru 9 kíló sem ég fékk á 4.500 krónur sem starfsmaður hjá Fisk Seafood og það er harla erfitt að komast í betri ,,díl" en það, nema maður hreinlega sé sjómaður eða þekki sjómann! Amma mín og afi á Hólmavík voru svo væn að leyfa mér að geyma fiskinn hjá sér og upphaflega ætlaði ég að fara með hann áfram til Reykjavíkur, en þar var ekki pláss fyrir svona mikið magn í einu. Þegar ég skrapp í smalamennskuna notaði ég tækifærið og kippti ýsunni með mér vestur, því að mér var reddað frystiplássi á Suðureyri þar til ég myndi eignast mitt eigið. En frá og með morgundeginum ætti ég ekki lengur að vera í neinum geymsluvandræðum því að ég er með hjálp vina búinn að finna notaðan ísskáp (með stóru frystihólfi) á góðu verði. Bara snilld. Happy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband