Ferðahelgi

Nú er ég búinn að skreppa í mína fyrstu ferð til Reykjavíkur síðan ég flutti. Ég fór á bílnum til þess að sækja eitthvað af dótinu mínu og auðvitað að hitta fjölskyldu og vini. Þetta voru einhverjir rúmir 1.000 km allt í allt og því enginn smá bíltúr svo það er eins gott að ég hef gaman að akstri! Ég var ekki búinn í vinnunni fyrr en um níuleitið á föstudeginum sem þýddi að ég varð að leggja mig áður en ég lagði af stað svo ég myndi ekki sofna undir stýri! En blundurinn seinkaði mér um einhvern klukkutíma í viðbót svo ég var ekki kominn til Reykjavíkur fyrr en fjögur um morguninn. Þá var ég orðinn svangur svo ég píndi mig til að aka áfram, alla leið niðrí miðbæ, því mig dauðlangaði svo í eitt stykki Hlöllabát. Þetta mátti ekki tæpara standa því að Hlöllabátar lokuðu einhverjum tveimur mínútum eftir að ég pantaði bátinn!! Á laugardagskvöldinu kíkti ég í púlstofu (pool) í bænum með vinum og við tókum nokkra leiki, og fór svo á tónleika í Iðnó sem voru til minningar um Bergþóru Jónsdóttur frænku mína og annan mann sem ég kann ekki deili á, Steingrím, en þau létust bæði langt fyrir aldur fram. Bergþóra var alltaf skemmtileg við mig þegar ég var barn og var mér kær þó ég hafi því miður ekki hitt hana oft eftir að ég fullorðnaðist. Ég náði að versla eitthvað pínulítið líka og heimsækja ömmu og afa í móðurætt áður en ég varð að drífa mig aftur á Suðureyri. Ég læt þessi skrif duga í bili því ég er að leka niður úr þreytu og held ég halli mér bara áður en ég sofna hreinlega fyrir framan tölvuna... Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband