Smalahelgi

Síðasta helgi var alveg frábær. Ég skrapp á Strandir í leitir og réttir og gekk smalamennskan mjög vel þetta árið, jafnvel þó tvísýnt hafi verið með veðrið. Við fengum í raun allar tegundir veðurs yfir okkur sem til eru á Íslandi: sól og úrkomuleysi, ský og rigningu, snjókomu, haglél, logn, rok, hita og kulda. Mest var þó um að Kári væri að heimsækja okkur! Snjó hafði fest þar sem við byrjuðum en niðri í dölunum var ástandið betra, en það má reyndar deila um hvort mígandi bleyta á láglendinu vegna mikillar úrkomu undanfarið sé skárri en snjórinn. Ég er samt ekkert að kvarta, þetta var þrælskemmtilegt eins og alltaf og það var gott að geta komið að gagni fyrir Harald frænda og alla hina bændurna á svæðinu. Þetta var fyrsta ferðin mín út fyrir Ísafjarðarsvæðið síðan ég flutti hingað og kærkomið að geta hitt helling af ættingjum og vinum á einu bretti. Ég skelli kannski myndum og smalasögum hingað seinna, svona þegar ég nenni! En nú ætla ég að halla mér, verið þið sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband