1.9.2013 | 17:00
Brallað um helgina
Þessi bær leynir á sér. í gærkvöld (laugard.), þegar ég ætlaði bara að hafa það rólegt og lesa uppi í rúmi þar til ég myndi sofna, hringdi síminn og var það félagi minn úr vinnunni að spyrja hvort ég vildi ekki kíkja á kaffihúsið/barinn. Ég sló til og eyddi síðustu aurunum í skot og öl en svo kíktum við í portið við hliðina á kaffihúsinu, en félagsheimili Suðureyrar er næsta hús við og þaðan kom mikið skvaldur og tónlist. Við kíktum þar inn og var þá staddur þar danshópur sem hefur dvalið á Suðureyri undanfarna daga og æft sig í félagsheimilinu, en þau voru að halda lokahófið þetta kvöld. Við fengum að vera með í fjörinu og það var ekki annað hægt en að reyna að dansa eitthvað svo ég skellti mér á gólfið! Á einu borðinu var stór skál, full af harðfiski, svona líklega til að hafa eitthvað íslenskt og þjóðlegt handa útlendingunum að smakka. En það voru Íslendingarnir sem hópuðust í kringum skálina mun meira en útlendingarnir og ég held að ég hafi sjaldan borðað eins mikinn harðfisk, hvað þá á djamminu, og í gær! Þarna var spilað allt milli himins og jarðar, frá salsa tónlist yfir í lög eins og Macarena og ég veit ekki hvað, en þó var áherslan vitanlega á danstónlist. Þarna var staddur Víkingur Kristjánsson leikari og við tókum tal saman, og kannski einhverjir fleiri þekktir sem ég hef ekki kveikt á perunni með hverjir væru, en ég er svo lítið að pæla í þessu fólki, nema þá þegar það er í sjónvarpinu, tölvunni eða útvarpinu.
Eftir að stóri hvellurinn gekk yfir kom þessi líka bongóblíða og sól á laugardaginn, svo ég nýtti tækifærið og rúntaði til Bolungarvíkur og skellti mér í þessa frábæru sundlaug sem þeir eru með í plássinu sínu. Að því loknu kíkti ég í kaffi til vinar míns, en hann er fyrrverandi vinnufélagi minn úr Hólmadrangi og nýfluttur til Bolungarvíkur. Þegar ég var kominn út úr Vestfjarðagöngunum inn í botn Súgandafjarðar, stóðst ég ekki mátið að prófa nú nýja bílinn minn almenninlega svo ég tók hægri beygjuna út af malbikinu og keyrði út Súgandafjörðinn norðanmegin eins langt og sá slóði liggur, en hann er grýttur mjög og nokkuð torfær og fjöldinn allur af stórum og smáum lækjum renna yfir hann svo þetta var mikið fjör. Ég er nokkuð sannfærður um að ég hefði rifið olíupönnuna undan gamla bílnum ef ég hefði reynt að fara þetta á honum. Æðislegt frelsi! Í dag er ég lítið sem ekkert búinn að gera annað en að vera þunnur og hangsa í tölvunni. Nú held ég að ég taki smá lestrartörn uppi í rúmi eða sófa og haldi mig inni við en það er aftur komið rok og rigning, en spáin lofar þó góðu frá og með þriðjudeginum. Þar til næst: lifið heil og góðar stundir!!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.