16.8.2013 | 02:11
Vestfirðir, hér kem ég!
Í dag (15. ágúst) var ég ráðinn í vinnu á einum af þeim fjórum stöðum sem ég hef hingað til sótt um vinnu hjá á Ísafjarðarsvæðinu. Ég er því í góðum málum og á að hefja störf eftir rúma viku, eða mánudaginn 26. ágúst. Nú tekur við húsnæðisleit en meira ætla ég ekki að segja ykkur fyrr en þetta skýrist frekar hjá mér, en þetta lofar allt saman mjög góðu og ég mun geta flutt á draumasvæðið mitt á landinu! Af því að ég er orðinn svolítið sjóaður í svona flakki þá er ég ekkert að fara á límingunum yfir þessu eins og áður, en ég get ekki neitað því að ég er mjög spenntur. Ég segi ykkur meira á allra næstu dögum. Það styttist mjög í 29 ára afmælið mitt þann 17. ágúst og ég er ekki frá því að ég sé það ánægður með lífið þessa dagana að ég haldi bara upp á það og bjóði jafnvel til lítillar veislu eða hittings hér í Reykjavík áður en ég fer!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.