29.7.2013 | 00:50
Frí og þægilegheit
Heil og sæl öll.
Núna er ég búinn að vera í fríi síðan 12. júlí, en það var síðasti vinnudagurinn minn hjá Fisk Seafood og nú tekur við bið eftir nýju starfi, helst á Ísafirði en ég vona bara það besta og er nokkuð bjartsýnn. Ég hef samt ekki setið auðum höndum en ég byrjaði á að kíkja í bústað með fjölskyldunni við Úlfljótsvatn í eina viku, sem var dásamlegt og margt brallað þar. Gógó frænka kom líka í bústaðinn ásamt Hjalta og Dagnýju og það var meðal annars farið í aparóluna, grillað, farið í göngutúra, farið í bíltúr upp að Skálholti og í Búrfellsstöð á sýningu (slepptum því reyndar að kíkja á vindmillurnar í þetta sinn) og svo var kíkt út á Úlfljótsvatn og að sjálfsögðu slakað á í heita pottinum, en við vorum í þetta sinn í efsta sumarbústaðnum sem var bara ágætt (aðeins minna á kafi í trjánum en í miðjubústaðnum þó litlu muni). Eftir að í borgina var komið hóf ég að flíkka upp á Applausinn en ég lét laga pústkerfið á honum og keypti nýjan afturkút, massaði hann og bónaði, skipti um teppi í skottinu, þreif sætin, mælaborðið og golfið og að lokum hreinsaði ég alla ryðbletti í burtu og lakkaði og glæraði yfir svo bíllinn er orðinn nánast eins og nýr, ilmandi og tandurhreinn, bara glæsilegur! Ég toppaði svo yfirhalninguna með því að splæsa í flotta hjólkoppa á hann og nú hlýtur kagginn að seljast.
Glæsikerran er föl fyrir 260 þúsund en verðið er nú alveg viðsemjanlegt, bara endilega að gera mér tilboð og ég skoða málið.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.