10.7.2013 | 00:00
3 dagar enn
Síðasti vinnudagur er eftir 3 daga og þá taka við ný ævintýri. Úff, vonandi er ég þó ekki að gera stór mistök, en ég veit það aldrei nema að þora að stökkva í djúpu laugina, þannig er lífið. Það verður erfitt að skilja við alla vinina og það góða fólk sem hér er, og þennan góða bæ, og þennan skemmtilega og fjölbreytta vinnustað. En ég er búinn að gera upp hug minn, ég ætla að freista gæfunnar, ævintýri skal það vera. Ég er að minnsta kosti ekki að taka mikla áhættu miðað við hvað ég var með í laun, þau verða að minnsta kosti ekki mikið lægri annars staðar. Um helgina fer ég á ættarmót á Hólmavík og á sunnudaginn bruna ég svo í bústað við Úlfljótsvatn og verð þar með fjölskyldunni (allavega flestum úr henni, það á eftir að koma í ljós), það verður fjör! Svo ætla ég að eyða smá tíma í Reykjavíkinni til að hitta vini og fleiri ættingja! ...og á meðan á öllu því stendur verð ég sækjandi um störf og vinnandi í því að selja bílinn minn og kaupa nýjan (notaðan þó, vitanlega!), en ég er nú þegar búinn að búa til auglýsingu fyrir bílinn minn á síðunni Bland.is. Í dag eftir vinnu mætti mér hitaveggur er ég gekk út af vinnustaðnum, en það var 21 stigs hiti, sól og nánast blankalogn úti, ekki slæmt það!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.