Hamingjan framundan

Hamingjan sanna!! Nú eru Hamingjudagar á Hólmavík framundan næstu helgi og það verður gott að komast loksins aftur í heimsókn til Hólmavíkur, en skrítið að sjá ekkert hús í Höfðagotu 5. Búið er að rífa húsið en það varð ónýtt í brunanum þó það hafi ekki brunnið til kaldra kola. Svona er allt breytingum háð, eins og til dæmis það að það stefnir í að ég muni ekki flytja á Hólmavík aftur til að búa þar til frambúðar, eins og ég hélt að myndi gerast á endanum. Þess í stað er ég nú hér á Króknum að sækja um störf á Vestfjörðum en ég hef hingað til sótt um á Ísafirði og á Bíldudal en þar er mikil og spennandi uppbygging í gangi í áður deyjandi þorpi. Báðir staðirnir eru ægifagrir og ég er búinn að finna það loksins hjá sjálfum mér með dvöl minni hér á Króknum að ég vil helst hvergi annars staðar búa en á Vestfjörðum eða á Ströndum, þó ég hafi yfir engu að kvarta hér (nema laununum á vinnustaðnum mínum!). Þetta verður skemmtileg helgi og ég ætti að hafa efni á bensíninu yfir á Strandirnar því mér hefur þótt ótrúlegt sé verið boðið yfirvinna í tvo daga í röð og það stefnir í þann þriðja á morgun. Ég er líka búinn að skrá bílferðirnar mínar á samferða.is sem ég er nýbúinn að uppgötva að er algjör snilld til að spara peninga og jafnvel fá skemmtilegan félagsskap í leiðinni. Ég var svo að lesa að Bíldudals grænar baunir eru haldnar helgina á eftir Hamingjudögunum svo það er alveg spurning að rúlla þangað þá, sérstaklega í ljósi þess að hátíðin sú er aðeins haldin annað hvert ár. Vill einhver koma með? En jæja, nú verð ég að fara að sofa, meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband