Laumaðist á Akureyri

Ég stóðst ekki mátið, ákvað að skreppa bara til Akureyrar núna í góða veðrinu þó ég sé í stífum sparnaði þessa dagana. Mig langaði svo að gera mér dagamun. Það er auðvitað lang ódýrast fyrir mig að kíkja þangað ef ég vil kíkja einhvert, aðeins um klukkutíma akstur frá Króknum svo það er töluvert minna mál en að fara til Reykjavíkur eða á Hólmavík. Ég fékk gistingu hjá frænku minni og hef enga sérstaka dagskrá, sem er frábært, þá slappar maður bara af. Það er nú líklega sniðugt að nota tækifærið og versla í Bónus áður en ég fer til baka, það gæti sparað mér einhvern aurinn því það er því miður engin lágvöruverðsverslun á Króknum enn sem komið er. Ég fór til læknis um daginn og er kannski loksins að fara að komast í handagreiningu hjá sérfræðingi. Kannski fæ ég nú loks að vita hvað er að höndunum en ég fór að finna fyrir óþægindum og braki í höndunum á mér svona upp úr 2006, og það hefur hægt og rólega versnað síðan þá og læknarnir í Reykjavík hafa alla tíð hundsað mig og tafið það að ég kæmist í skoðun til bæklunarlæknis, þrátt fyrir að ég hafi trekk í trekk reynt að fá bót minna mála. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu núna, ég get ekki beðið eftir að losna við þessa óvissu, ,,hvað er að mér?" og ,,er hægt að gera eitthvað við þessu, eða ekki?" Jæja, ég læt þessi ,,úr einu í annað" skrif mín duga í bili FootinMouth . Góða helgi öll!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband