Jæja, vinnan á ný

Frábærir páskar að baki. Ég þvældist út um allar koppagrundir, fór sem fyrr segir til Reykjavíkur, skrapp svo á Akranes í stutta heimsókn til Hadda frænda (yngri) og fór svo til Hólmavíkur og loks til baka á Krókinn og var ég þá búinn að aka samtals um 860 km þessa páska! Á Hólmavík var ég mest með vini mínum og fjölskyldu sem ég kynntist þegar ég var að vinna hjá Hólmadrangi en auðvitað kíkti ég líka á Stakkanes til Hadda frænda (eldri) og hitti líka afa minn á vappi um Hólmavík og hann var bara í góðu skapi og gaman að tala við hann. Ég seldi einum vini mínum á Hólmavík rafmagnshjólið mitt því að þó mér hafi fundist virkilega skemmtilegt að eiga það og ég hafi notað það mikið í Reykjavík, þá býður húsnæðið sem ég er í núna því miður ekki upp á neinn stað til að geyma hjól á, svo ég hef ekkert getað notað hjólið hér á Króknum. Þá vildi ég frekar selja gripinn og láta hann nýtast einhverjum öðrum, en það er samt alveg á hreinu að ég fæ mér aftur svona hjól þegar betur stendur á. Mér veitir líka ekki af krónunum núna til að hjálpa mér að koma fjárhagnum loksins í plús svo ég geti loksins farið að safna eitthvað. Þetta er alveg glatað ástand og nýja vinnan mín hefur því miður ekki boðið upp á nógu góðar tekjur svo það er spurning hvað ég geri. Hvað sem ég geri þó, þá er ég alveg ákveðinn í því að ég verð áfram hér á Sauðárkróki eða annars staðar á landsbyggðinni því að þó mér finnist Reykjavík líka vera góður staður til að vera á, þá er bara of notalegt að vera á litlum stað þar sem fólk þekkir hvort annað og að vera með fjöllin og hafið og sveitirnar, dýralífið og allt hitt allt í kringum sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband