Alveg glatað

Þessa helgina langaði mig mjög til að skreppa suður í Reykjavík til að hitta fjölskylduna og mögulega Halldór, Guðna og fleiri sem ég hafði frétt að ætluðu að hittast og fá sér pitsu saman. Ég fór því með bílinn minn til kalls sem var til í að laga bensínlekann á bílnum þó það væri laugardagur, enda venjulega fljótlegt verk. Það gekk nokkurn vegin svona: Í fyrstu virtist þetta ætla að heppnast og viðgerðarslöngubúturinn kominn á sinn stað. En er ég kveikti á bílnum þá kom fram leki á ný, í þetta sinn við hliðina á viðgerða svæðinu. Bílnum var því lyft upp á ný og málinu reddað. Karlinn sagði mér svo að aka stuttan hring og koma til baka til að sjá hvort þetta væri nú ekki komið núna. En nei, aldeilis ekki, núna var kominn leki á þriðja staðnum, hinum megin við viðgerðarbútinn. Nú var ég farinn að hjálpa til svo þetta gengi betur. Bíllinn var látinn síga niður í þriðja sinn og ég kveikti á honum og bakkaði út úr verkstæðinu. Nú er lekinn verri en nokkru sinni því það míglekur núna undan bílnum ef kveikt er á honum. Ég gat ekki gert kallinum það að krefjast þess að hann héldi áfram því verkið var búið að taka tvo og hálfan tíma og ég aðeins búinn að borga fyrir einn! Þetta er leiðinda ástand og súrt að komast ekki í bæinn núna í besta veðri sem hefur komið hérna á árinu, allir vegir greiðfærir og ekki einu sinni hálkublettir á leiðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband