Hitt og þetta

Mmm, jæja, þá voru kjötbollur með brúnni sósu í matinn..........úr dós Sideways Eeen ég sauð kartöflurnar samt sjálfur af stökustu snilld Wink Rosalega gott skal ég segja ykkur, Ora er málið! Ég var mjög heppinn í dag. Ég hafði týnt úrinu mínu fyrir nokkrum dögum og var búinn að eyða löngum tíma í að leita að því án árangurs, svo ég var farinn að hugsa ,,alveg dæmigert að týna úrinu mínu loksins þegar ég er farinn að eiga peninga" en sams konar úr kostaði um 7-8.000 krónur fyrir nokkrum árum. En viti menn, rek ég ekki augun í það hangandi uppi á vegg á áberandi stað í vinnunni. Það hafði greinilega einhver vinnufélagi minn fundið það fyrir mig, lán í óláni! Vinnudagurinn var fjölbreyttur í dag. Ég hóf daginn á að pakka þurrkuðum skreið, svo var ég að spyrða saman (í tveggja-kippur) smáþorska sem síðan eru hengdir upp úti í hjöllum til þerris... sem var einmitt það sem ég gerði næst, í þessu fína veðri. Dagurinn endaði svo á að ég vann við að seila saman nokkrar kippur af þorskhausum sem fara sömuleiðis út í þurrkun á morgun (en þá eru um 16-18 hausar í hverri kippu). Ég veit ekki hvað skal meira segja. Ég er að spá í að fara að vinna í að koma bílnum í viðgerð núna eftir útborgun á morgun, það verður fínt að eiga á ný möguleikann á að skreppa eitthvað út fyrir Krókinn, en það góða sem kom út úr biluninni er það að ég er alveg hættur að keyra innanbæjar, geng þetta bara allt saman sem er alveg gerlegt, þó það sé skrambi lang út í Skagfirðingabúð eða í Hlíðarkaup. Ég fór í bíó í gær á myndina ,,Django Unchained" með leikstjóranum Quentin Tarantino og mikið svakalega er þetta góð mynd!!! Það verða allir að fara á hana (sem þola myndir bannaðar börnum), allir! Ég ætlaði fyrst ekki á myndina en vinir mínir í vinnunni voru allir slefandi yfir henni eftir að hafa farið á hana svo ég sló til. Besta bíómynd sem ég hef séð í nokkur ár, hasar vestri! Ég segi ekki meira, sjón er sögu ríkari...og heyrn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband