Súrt og girnilegt...ehemm...

Ég komst í þorramat eftir allt saman!!! Fjárhagurinn er loksins að komast í góð mál og ég held að héðan í frá muni ég eiga meira en einn þúsund kall daginn eftir útborgunardag!! Ég fór út í búð og keypti loksins nokkrar nauðsynjavörur sem mig hefur skort, eins og t.d. þvottaefni og eldhúsrúllu, og svo eitthvað gott matarkyns annað en núðlupakka á 49 kr. stykkið! Ég keypti mér líka smá sýnishorn af þorramat af kjötborði Skagfirðingabúðarinnar. Sama hvað hægt er að segja um þorramatinn, þá er hann einfaldlega eitthvað sem maður verður að smakka að minnsta kosti einu sinni á ári, eða það finnst mér svona eftir að ég fullorðnaðist. Ég elska svona hefðir, og viðurkenni alveg að ég gretti mig oftast þegar ég er að borða sumt af þessu, en svei mér þá ef mér er ekki bara farið að finnast hákarlsbiti góður! En hvalspik mun ég aldrei láta aftur inn fyrir mínar varir. Ég var einu sinni á þorrablóti á Hólmavík og var eitthvað utan við mig og setti óvart hvalspik á diskinn í staðinn fyrir hákarlinn. Ég hélt ég myndi æla á staðnum er ég stakk einum bita upp í mig og gamla fólkið sem sat við hliðina á mér skemmti sér við að fylgjast með mér, gott ef þau hlógu ekki bara að mér. Svo sagði einn kallinn að hvalspik væri svo gott, bara eitt það besta sem hann fengi....OJJ BARA, ég verð grænn í framan!!! En eins og ég segi, ég borða allt hitt með glöðu geði þó þetta sé mis bragðgott allt saman. Ég keypti mér nú bara súra sviðasultu, hrútspunga og súra lifrarpylsu í þetta sinn og hef verið aðeins lengur að klára þetta en ég bjóst við. Það hefst fyrir helgi. Happy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband