Tortillur og hangs

Ég eldaði mér tortillur í kvöld, svakalega eru þær seðjandi og bragðgóðar með hakki, grænmeti og öðru góðgæti, namm! Ég hef tekið því rólega þessa helgi og lítið gert, sem mér finnst bara frábært. Það er gott að hanga stundum og sem fyrrverandi nemi veit ég svo sannarlega að það er ekki sjálfsagður hlutur sem allir geta gert. Ég tók mig þó til og handþvoði fötin mín og hengdi upp til þerris og fór svo út nokkrar ferðir með fötu af vatni og jós yfir bílinn minn á meðan ég reyndi að nudda drulluna af honum frá því um síðustu helgi er ég skrapp til Hólmavíkur, en þeir sem vilja fara þangað frá Norðurlandi verða að fara um malarveg nema þeir aki alla leið yfir Holtavörðuheiðina og beygji til hægri upp Bröttubrekku en það er töluvert lengri leið. Ég hef ekki hreyft bílinn núna í tæpa viku og það verður víst þannig þar til ég hef efni á viðgerð á bensínleiðslunni undir honum. Ég hef því gengið mikið undanfarið, í vinnuna og sund, banka og í búðir en það er töluvert langt fyrir mig að ganga í stærri matvörubúðir hér á Króknum, en það er þó bakarí og pínulítil ,,allt mögulegt" búð hér rétt hjá húsinu mínu. Þó mér líki vel við bæði vinnuna mína og Sauðárkrók, herbergið og fólkið sem hér býr þá hef ég það á tilfinningunni að ég verði ekki til frambúðar hér. Hingað kom ég því mig bráðvantaði vinnu strax, og ég fékk jákvætt svar við fyrsta símtal hjá Fiskiðjunni. Ég finn að Vestfirðir toga í mig, og mér leið svo vel að komast í smá heimsókn til Hólmavíkur síðustu helgi. Annað hvort enda ég aftur á Hólmavík eða á Ísafjarðarsvæðinu, held ég, en maður veit aldrei hvað gerist. Ef ég fæ einhvers staðar frábært atvinnutækifæri á landsbyggðinni þá enda ég auðvitað þar. En jæja, best að fara að leggja sig. Ég var næstum farinn út á lífið í kvöld (þessi tuttugu skref!!) en stóðst freistinguna með naumindum, ég verð að forgangsraða eyðslunni, það er nægur tími fyrir djamm á komandi tíð! Sideways

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband