Smá skrepp

Maður veit aldrei hvernig dagurinn verður fyrr en hann er að kveldi kominn. Það sannaðist um helgina en ég borgaði nokkra reikninga, skrapp út í búð og fór svo í Króksbíó á ,,The Last Stand" með Arnold Schwarzenegger á föstudaginn og kíkti svo á heimabankann að því loknu. Kom þá í ljós að ég hafði óvart klárað peningana mína. ,,Staða: 600 kr. eftir af heimild!'' Þetta kennir mér að halda bókhald framvegis takk fyrir!! En allavega, ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu þó óþægilegt væri, því að ég keypti þá bara nokkra núðlupakka á 49 kr. pakkann!!.. og svo á ég ýmislegt til í frystihólfinu mínu og ísskápnum, auk þess sem það er hægt að fá sér jógúrt og brauðmeti með áleggi í vinnunni. En ég var allavega viss um að ég færi ekki neitt þessa helgina, enda bensíntankurinn á bílnum næstum tómur. En þá kemur til mín vinnufélagi í vandræðum sem vantaði far til Akureyrar og var hann reiðubúinn að borga fyrir. Ég hugsaði bara ,,hví ekki það," og skellti mér á Akureyrina og heimsótti frænku mína og fjölskyldu og fékk gistingu eina nótt. Ég keyrði til baka í björtu og fallegu veðri og fjöllin á leiðinni hafa sjaldan verið fallegri, þau voru mjallhvít alveg frá ,,toppi til táar" og ég sé eftir að hafa ekki tekið myndavélina með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband